Ítrekun
Nú þessa dagana eru fulltrúar frá Furu málmendurvinnslu í Eyjum og vinna í því að brjóta niður brotamálma og fjarlægja frá Heimaey.
Þeir sem eiga málmhluti eða annað slíkt á lóðum og landsvæði bæjarins mega eiga von á því að þeir hlutir verði fjarlægðir á kostnað þeirra og farið með þá í endurvinnslu. Sérstök áhersla verður lögð á hreinsun svæða austan við Sorpeyðingarstöðina, hafnarsvæði og Eiði.
Hlutaðeigandi aðilar geta haft samband við Frosta Gíslason, framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar, umhverfissvid@vestmannaeyjar.is sem veitir nánari upplýsingar en einnig eru veittar upplýsingar á vefnum www.vestmannaeyjar.is