Fara í efni
14.01.2013 Fréttir

Fasteignagjöld fyrir árið 2013

 Á næstu dögum munu álagningarseðlar vegna fasteignagjalda fyrir árið 2013 berast til bæjarbúa.
Deildu
 Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur af gjöldunum ef greitt er fyrir föstudaginn 8. febrúar n.k.  Þeir sem ætla að staðgreiða vinsamlegast greiðið inn á reikning í Sparisjóði Vestmannaeyja nr. 1167-26-90 kt. 690269-0159. Aðrar upplýsingar vegna fasteignagjaldanna eru veittar í þjónustuveri Ráðhússins í  síma 488-2000.

 Álagningin er einnig birt rafrænt á www.island.is  og  íbúagátt  á  www.vestmannaeyjar.is
Hægt er að skrá sig  inn á island.is með rafrænum skilríki eða veflykli ríkisskattstjóra.

                                                        

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að fella  að fullu niður fasteignagjöld hjá einstaklingum sem fæddir eru árið 1943 og fyrr ( 70 ára og eldri).

 

Afsláttur til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignasgjöldum

Lækkunin er reiknuð sjálfkrafa í samvinnu við Þjóðskrá Íslands og Ríkisskattstjóra. Við ákvörðun afsláttar til ellífeyrisþega og öryrkja er stuðst við skattaframtöl ársins 2011 samkvæmt gögnum RSK . Ef miklar breytingar hafa orðið á efnahagslegum högum einstaklinga milli áranna 2011 og 2012 er bent á að hægt er að óska eftir endurmati á fasteignagjöldunum í ljósri breyttra aðstæðna.  Skila þarf inn skattaframtali ársins 2012 í þjónustuver Ráðhússins þegar framtalið liggur fyrir.

 

Tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega eru sem hér segir: 

1. Fyrir einstakling:

a. Brúttótekjur 2011 allt að 3.038 þús. kr. 100% niðurf.

b. Brúttótekjur 2011 allt að 3.595  þús. kr.  70% niðurf.

c. Brúttótekjur 2011 allt að 4.082  þús. kr.  30% niðurf.

 

2. Fyrir hjón, sem bæði eru ellilífeyrisþegar:

a. Brúttótekjur 2011 allt að 3.655 þús. kr. 100% niðurf.

b. Brúttótekjur 2011 allt að 4.416 þús. kr.   70% niðurf.

c. Brúttótekjur 2011 allt að 5.007 þús. kr.   30% niðurf.

 

Við mat á niðurfellingu fasteignaskatts af eigin íbúð 75% öryrkja, sem þeir búa í, skal hafa hliðsjón af fyrrgreindum reglum.

 

3. Sorphirðu-/sorpeyðingargjald, holræsagjald og lóðarleiga verði fellt niður eða lækkað í samræmi við ofangreindar reglur hvað varðar eigin íbúð ellilífeyrisþega og 75% öryrkja, sem þeir svo sannarlega búa í.