Fara í efni
05.12.2022 Fréttir

Breyting á Aðalskipulagi Vestmannaeyja Skipulagslýsing – Minnisvarði í tilefni 50 ára goslokaafmælis

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 1. desember 2022 að kynna skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 og nýs deiliskipulags vegna uppsetningar minnisvarða í tilefni að þess að 50 ár eru liðin frá lokum Heimaeyjargos.

Deildu

Gert er ráð fyrir staðsetningu fyrir nýjan minnisvarða þar sem nú er óbyggt svæði. Í deiliskipulagi verður gerð grein fyrir að komu að minnisvarðanum, bílastæðum o.s.frv. Aðalskipulagsbreytingin gerir einnig ráð fyrir nýjum göngustígum á hverfisvernduðu svæði Eldfells og Kirkjubæjarhrauns.
Breyting styður við meginmarkmið Aðalskipulags Vestmannaeyja um að Eyjarnar taki vel á móti ferðamönnum, um uppbyggingu styrkra innviða í sátt við náttúru og að gott aðgengi að helstu ferðamannastöðum frá miðbænum.

SKIPULAGSLÝSING

Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 6. desember 2022 til og með 21. desember 2022 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.

Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 21. desember 2022 í afgreiðslu Umhverfis- og framkvæmdasviðs eða á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is