Fara í efni
10.02.2021 Fréttir

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæði (H-2) vesturhluti

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 28. Janúar 2021 að auglýsa breytingatillögu á deiliskipulagi hafnarsvæðis (H-2) við Eiðið vesturhluti skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Deildu

Um er að ræða breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæði (H-2) við Eiði vesturhluti.


Helstu breytingar eru að útbúin er ný byggingarlóð við Kleifar 3a, sett eru inn tvö geymslusvæði fyrir Vestmannaeyjabæ sem staðsett eru norður við skipalyftu og svæðismörk skipulagsins eru færð til austurs.

Kynning um breytinguna og skipulagsuppdrátt má sjá HÉR

Gögnin eru einnig til sýnis á skrifstofu Umhverfis- og framkvæmdasviðs Skildingavegi 5.