Fara í efni
07.12.2020 Fréttir

Auglýsing á deiliskipulagi Austurbæjar

Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 3. desember 2020 að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta Austurbæjar skv. 1. mgr. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

Deildu

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir nyrsta hluta Austurbæjar.

Helstu breytingar á svæðinu eru ein ný byggingarlóð, innan við bílastæði „Íslandsbanka hússins“, möguleg færsla á húsi við Kirkjuveg 35 og reitur fyrir tvö tveggja hæða fjölbýlishús við Sólhlíð með samtals allt að 22 íbúðum og bílakjallara.

Kynningargögn þar sem áformin má sjá á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð. Sjá HÉR

Gögnin eru einnig til sýnis á skrifstofu Umhverfis- og framkæmdasviðs Skildingavegi 5.