Stöðuleyfi
Sækja skal um stöðuleyfi ef óskað er eftir að láta lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði, utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna.
Meðal annars skal sækja um ef ætlunin er að geyma:
Hjólhýsi (frá 1. okt. til 1. maí)
Gáma
Báta
Torgsöluhús
Frístundahús í smíðum, sem ætlað er til flutnings
Stór samkomutjöld
Ekki er skylt að sækja um stöðuleyfi fyrir gáma á skipulögðum gámasvæðum, þar sem gert er ráð fyrir geymslu þeirra, hjólhýsum á hjólhýsasvæðum eða torgsöluhúsum á svæðum fyrir slík hús, eða bátum á skipulögðum uppsátrum.
Stöðuleyfi eru aðeins veitt til eins árs í senn og umsækjendur geta ekki reiknað með endurnýjun að ári liðnu.
Hér vantar að setj ainn reglur Vestmannaeyjabæjar um stöðuleyfi þegar þær liggja fyrir