Fara í efni

Götu- og torgsala

Götusala og útimarkaðir geta glætt byggðina lífi og aukið fjölbreytni. Í samþykkt Vestmannaeyjabæjar um Götu- og torgsölu er ætlunin að tryggja að vel sé að þessum málaflokki staðið, söluvagnar og söluborð séu í sátt við nærumhverfi sitt og að upplýsingar séu aðgengilegar og gegnsæjar fyrir áhugasama söluaðila.
Sölustarfsemi getur m.a. farið fram í:

  • Sölubifreið
  • Söluvagni
  • Söluskála
  • Tjaldi
  • Sölubás
  • Opnu rými
  • Undir berum himni t.d. á borði, undir sólhlíf, á teppi eða sambærilegu

Sölusvæðin sem um ræðir eru ???:
SJÁ REGLUR UM GÖTU OG TORGSÖLU

Vestmannaeyjabær auglýsir árlega eftir umsóknum fyrir götu- og torgsölu.
Í umsókn skal koma fram staðsetning, tímabil, fyrirhuguð starfsemi, stærð og mynd af sölubás eða vagni ásamt tækniupplýsingum og orkunotkun.

Umsóknir skulu berast með skriflegum hætti á netfangið: umhverfissvid@vestmannaeyjar.is eða í afgreiðslu í Ráðhús Vestmannaeyja.