Fara í efni

Deiliskipulag

Deiliskipulag er nánari útfærsla á aðalskipulagi fyrir afmarkað svæði eða reiti innan sveitarfélagsins. Í deiliskipulagi er kveðið á um byggðamynstur, húsagerðir, landmótun, starfsemi, lóðarmörk o.fl.
Deiliskipulag á við í þéttbýli og dreifbýli, fyrir stór og smá hverfi, gatnamannvirki, hafnarmannvirki, útivistarsvæði, hljóðmanir, snjóflóðavarnargarða og fleira. Í deiliskipulagi eru skipulagsskilmálar fyrir útgáfu byggingar- og framkvæmdaleyfa.

Allt skipulag er auglýst á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar (er þetta rétt? það vantar linka)