Aðalskipulag
Aðalskipulag er skipulagsáætlun fyrir sveitarfélög þar sem bæjarstjórn setur fram stefnu sína um landnotkun, byggðaþróun, byggðamynstur, samgöngu- og þjónustukerfi, umhverfismál og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til ársins 2035.

Aðalskipulag Vestmannaeyja 2015-2035 sem samþykkt var í bæjarstjórn 15. maí 2018 var staðfest af Skipulagsstofnun 10. september 2018.
Við gildistöku endurskoðaðs aðalskipulags fellur úr gildi aðalskipulag Vestmannaeyja 2002-2014 ásamt síðari breytingum.
Mikivægt er að skoða staðfest skipulagsgögn til að fá tæmandi upplýsingar um stefnu og ákvæði.