Fara í efni

Lóðagjöld

Lóðagjöld eru gjald fyrir byggingarrétt, gatnagerðargjöld og tengd gjöld.

Gatnagerðargjöld eru skv. samþykkt bæjarstjórnar 26. mars 2013 og samþykkt (gjaldskrá) um gatnagerðargjald nr. 850/2007.

Lóðagjöldin taka breytingum til samræmis við byggingarvísitölu.

Við úthlutun lóðar fyrir íbúðarhúsnæði eru reiknuð lóðagjöld vegna byggingarréttar og gatnagerðargjöld. Lágmarksgjald fyrir byggingarrétt og gatnagerðargjöld við úthlutun lóðar er 70% af hámarksfermetrum byggingar, sem reisa má á viðkomandi lóð, skv. gildandi deiliskipulagi (án sameiginlegrar bílageymslu).

Endanlegt gjald vegna byggingarréttar og gatnagerðargjald miðast við endanlega stærð mannvirkis og er lagt á við samþykkt byggingaráforma og aðalteikninga. Gjöld fyrir sameiginlega bílageymslu reiknast 25% af gatnagerðargjaldi íbúðarhúsnæðis.

Lágmarksgjald við úthlutun lóðar er ekki endurgreitt þó leyfi fáist fyrir byggingu undir 70% stærðar skv. deiliskipulagi.

Við útgáfu byggingarleyfis eru einnig lögð á tengd gjöld; byggingarleyfisgjald, heimæðagjald vatnsveitu og fráveitu, mælingargjald og gjöld fyrir úttektir og vottorð.

Gjaldskrá lóðagjalda er birt með fyrirvara um villur.

Ganga þarf frá greiðslum lóðagjalda innan 30 daga frá staðfestri úthlutun.