Fasteignagjöld eru gjöld sem eru lögð árlega á allar fasteignir nema þær séu undanþegnar með lögum.
Fasteign telst vera afmarkaður hluti lands, ásamt lífrænum og ólífrænum hlutum þess, réttindum sem því fylgja og þeim mannvirkjum sem varanlega eru við landið skeytt.
Fasteignagjöld skiptast í fasteignaskatt, lóðaleigu, sorphirðugjald og gjald vegna endurvinnslustöðva.
Fasteignagjöld
Fasteignagjöld eru árlega lögð á allar fasteignir og ber eigandi á hverjum tíma ábyrgð á greiðslu þeirra. Gjöldin byggja á fasteignamati húsa og lóða ásamt stærð eigna. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ákvarðar álagningarstofninn 31. desember ár hvert.

Álagning fasteignagjalda er framkvæmd eftir II. Kafla laga nr. 4/1995 um tekjustofn sveitarfélaga. Þar segir að sveitarfélögum sé skylt að leggja fasteignaskatt á allar fasteignir sem metnar eru í fasteignamati 31. Desember á næstliðnu ári samkvæmt fasteignaskrá.
Fasteignagjöld eru reiknuð í upphafi árs út frá gjaldskrá sem bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar setur og deilt niður á tíu gjalddaga frá febrúar til nóvember.
Gjaldstofn til álagningar fasteignaskatts og holræsagjalds er fasteignamat.
Gjaldstofn til álagningar lóðaleigu er lóðarhlutamat.
Hér má sjá hvernig álagningin er reiknuð Álagning gjalda fyrir árið 2025
Álagningaseðil fasteignagjalda er hægt að nálgast inni á island.is.
Gjald fyrir meðhöndlun úrgangs og gjald vegna endurvinnslustöðva er lagt skv. 11.gr laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og 25. Gr. Laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengungarvarnir. Gjaldið miðast við fjölda og stærð íláta við hverja húseign ásamt tegund úrgangs.
Sorpgjöld eru lögð á staðfanganúmer en ekki fasteignanúmer. Í fjöleignarhúsum er gjöldunum því skipt niður eftir eignarhlutfalli í viðeigandi sameign sbr. 43 og 45 gr. Laga um fjöleignarhús nr. 26/1994.
Vestmannaeyjabær bíður þeim sem staðgreiða fasteignagjöldin upp á 5% staðgreiðsluafslátt. Hægt er að ganga frá staðgreiðslu gjalda með því að draga 5% frá heildarálagningu gjaldanna og leggja inn á banka 0185-26-90 kt. 690269-0159 og setja fasteignanúmer í skýringu.
Einungis fæst afsláttur ef greiðsla er gerð fyrir alla eignarhluta fasteignanúmers.
Þeir sem vilja fá aðstoð við útreikning á afslætti geta sent tölvupóst á innheimta@vestmannaeyjar.is
Eldri borgarar fá 85% afslátt af lóðarleigu, búi þeir í eigninni. Afslátturinn kemur sjálfkrafa inn ár hvert og þarf ekki að sækja um hann.
Tekjulitlir eldri borgarar og öryrkjar fá afslátt af fasteignagjöldum ár hvert. Afslátturinn er tekjutengdur og er reiknaður í upphafi árs miðað við síðustu útgefnu skattaskýrslu. Í júní þegar ný skattaskýrsla kemur út er tekjutengdur afsláttur endurreiknaður út frá nýrri skýrslu.
Ef breytingar eru á tekjum, sem hafa áhrif á afslátt, þá dreifast þær breytingar á þá gjalddaga sem eftir eru.
Tekjumörk afsláttar má finna í gjaldskrá fasteignagjalda ár hvert, gjaldskránna má finna hér Álagning gjalda fyrir árið 2025
Fasteignaskattur leggst á nýjar lóðir og mannvirki mánaðarmótin eftir að þau eru skráð og metin í fasteignaskrá. Fasteignaskatturinn er þá settur í hlutfalli við ársálagningu.
Sömuleiðis er fasteignaskattur felldur niður næstu mánaðarmót eftir að mannvirki er afskráð í fasteignaskrá.
Gjalddagar fasteignagjalda eru 10. Fyrsti gjalddagi er 15. Febrúar og síðan 15. hvers mánaðar mars - nóvember
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Ein helsta ástæða hækkunar/lækkunar á fasteignagjöldum eru breytingar á tekjum. Hvort sem það eru almennar tekjur eða fjármagnstekjur. Við hvetjum fólk til að kíkja á síðustu skattaskýrsluna sína og bera saman við þau tekjumörk sem eru til staðar hvert ár.
Afsláttur gjalda er endurreiknaður í júní ár hvert þegar ný skattaskýrsla hefur verið gefin út. Ef fasteignagjöldin hækka/lækka skyndilega um mitt ár, þá hefur verið breyting á tekjum árið á undan.
Álagning fasteignagjalda er í höndum stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar ásamt umhverfis og framkvæmdarsviði Vestmannaeyjabæjar.
Innheimta fasteignagjalda er í höndum innheimtufulltrúa á fjármálasviði Vestmannaeyjabæjar.
Gjaldskrá fasteignagjalda er ákvörðuð af bæjarstjórn Vestmannaeyjabæjar.
Hægt er að setja greiðslu fasteignagjalda í boðgreiðslur.
Til að gera það þarf að hafa samband við innheimtufulltrúa. Best er að senda tölvupóst á Innheimta@vestmannaeyjar.is með upplýsingum um greiðanda og eignir sem eiga að fara í boðgreiðslur. Innheimtufulltrúi mun svo svara þeim pósti með upplýsingum um það hvernig ferlið fer fram.
Tvær eða fleiri húseignir geta samnýtt sorphirðuna. Gjöldum vegna sorphirðu er þá skipt niður á þær húseignir eftir eignahlutfalli líkt og um fjöleignarhús væri að ræða. Til að samnýta sorptunnur þarf að senda póst á sorp@vestmannaeyjar.is
Í fjölbýlum skiptist gjald vegna sorphirðu niður á íbúðir samkvæmt eignahlutfalli. Því miður er ekki hægt að hafa þá skiptingu á aðra vegu.
Ertu með spurningar?
Ef þú hefur spurningar um fasteignagjöld sem er ekki svarað hér geturðu sent okkur fyrirspurn hér
Hér má finna álagningu fasteignagjalda í heild sinni: Álagning
Hér er sömuleiðis samantekt í gjaldskrá: Álagning gjalda fyrir árið 2025