27. janúar 2023

Ýmislegt brallað á síðustu mánuðum í Féló

Hjá okkur í Féló hefur ýmislegt verið brallað á síðustu mánuðum. 

Mikið líf og fjör hefur verið í félagsmiðstöðinni að undanförnu. Boðið hefur verið upp á vöfflu-kvöld, pizza-kvöld, pipakökumálun og kakó, bíó-kvöld, fórum á sleða og buðum uppá piparkökur og heitt kakó, spurningakeppni, CRUD mót, pool mót og svo margt f.l. Við erum hvergi nærri hætt því framundan er mjög spennandi dagskrá í janúar. Við verðum með Varúlf, gistinótt og kökukeppni, svo eitthvað sé nefnt. Einnig eru skemmtilegir viðburðir á næstunni sem félagsmiðstöðin tekur þátt í eða það eru Stíll (fatahönnunarkeppni í RVK), USSS (undan keppni söngvarkeppni Samfés á Suðurlandi) og svo förum við á Samfestinginn í vor.

Félagsmiðstöðin er með instagramsíðu (felo_eyjar), facebook síðu (félagsmiðstöðin í Vestmannaeyjum) og TikTok (felo_eyjar) endilega fylgja okkur og sjá hvað við erum að bralla.

Opnunatími í Féló er tvisvar í viku fyrir 5.-7. bekk frá 17:30-19:30 og tvisvar í viku fyrir 8.-10. bekk frá 19:30-22:00, einnig höfum við opið einn föstudag í mánuði fyrir 8.-10. bekk frá 20:00-23:00. 

Endilega verum dugleg að hvetja alla til þess að mæta og taka þátt í því skemmtilega starfi sem þar fer fram. 

  • 324741533_541169674618598_4462430485421265939_n-002-
  • 325019911_5807277666015685_7993979816111565720_n
  • 325047635_6132260396806207_8649936815389846936_n-002-
  • 324802275_721362782651983_7607613035062250975_n
  • 325104509_1117113562303250_7739146508566533388_n
  • 325165279_1380475149449395_7718996260106408308_n
  • 325076747_844168660212989_940251987184115458_n-002-

Jafnlaunavottun Learncove