8. janúar 2021

Vinna við ljósleiðaravæðingu í dreifbýli að hefjast

Vestmannaeyjabær hlaut á síðasta ári myndarlegan fjárstyrk úr verkefninu “Ísland ljóstengt” til að hefja ljósleiðaravæðingu í dreifbýli. Sú vinna er að hefjast á allra næstu dögum.

Verktakafyrirtækið Þjótandi ehf. mun vinna jarðvinnuna en fyrirtækið hefur mikla reynslu af slíkum verkum og hefur yfir að ráða öflugum tækjabúnaði.

Á næstu dögum munu starfsmenn Vestmannaeyjabæjar setja sig í samband við íbúa og fasteignaeigendur í skilgreindu dreifbýli í Vestmannaeyjum til þess að fara yfir framkvæmdina og næstu skref. 


Jafnlaunavottun Learncove