1. apríl 2025

Viltu hafa áhrif 2025?

Styrktarsjóður menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

Bæjarráð Vestmannaeyja auglýsir tvisvar sinnum á ári eftir styrkjum til að styðja við og efla menningar-, lista-, íþrótta-, og tómstundatengd verkefni og viðburði.

Markmiðið sjóðsins er að styrkja menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundastarfsemi í Vestmannaeyjum með því að styðja við og hvetja einstaklinga, félagasamtök og listahópa til eflingar á viðburðum og verkefnum á sviði menningar, lista, íþrótta og tómstunda.

Listamenn, einstaklingar og félagasamtök verða að vera skráð í Vestmannaeyjum og verkefni/viðburður þarf að fara fram í Vestmannaeyjum.

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum íbúagátt á vef Vestmannaeyjabæjar. Aðstoð við umsókn er hægt að fá hjá verkefnastjóra menningarmála í síma 488-2000

Bæjarráð metur umsóknir um menningar- og listatengda styrki og Fjölskyldu og tómstundaráð metur íþrótta- og tómstundatengd verkefni. Við mat á verkefnum er horft til markmiða þeirra og hvernig þau nýtast til að efla fjölbreytt menningar-, lista-, íþrótta- og tómstundalíf bæjarbúum til góðs. Tekið er mið að raunhæfi verkefna, kostnaðaráætlun, auk tíma- og verkáætlun.

Styrkhöfum ber að skila stuttri greinargerð (leiðbeiningar hér) um ráðstöfun styrkfjár eigi síðar en ári eftir úthlutun. Hafi styrkhafi sótt um styrk að nýju án þess að hafa skilað inn slíkri greinargerð, vegna áður úthlutaðs styrkjar, áskilur ráðið sér rétt til að hafna umsókninni.

Nánari upplýsingar um reglur sjóðsins er að finna hér

Umsóknarfrestur er til og með 6. apríl 2025


Jafnlaunavottun Learncove