19. febrúar 2021

Viljayfirlýsing um gerð baðlóns undirrituð

Á síðasta fundi bæjarstjórnar var samþykkt viljayfirlýsing um gerð baðlóns í Vestmannaeyjum.

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Kristján Gunnar Ríkarðsson, undirrituðu viljayfirlýsinguna fyrir hönd aðila.

Þeir sem að verkefninu standa er Lava Spring Vestmannaeyjar ehf. og í forsvari er Kristján Gunnar Ríkharðsson. Kristján hefur komið að ýmsum stórum verkefnum, m.a. við uppbyggingu Skuggahverfis í Reykjavík og fjölbýlishúsabyggð á RÚV reitnum við Efstaleiti.

Hönnuðir baðlónsins eru T.ark arkitektar ehf.

Meðfylgjandi er frétt um verkefnið.

https://www.vestmannaeyjar.is/mannlif/frettir/badlon-i-vestmannaeyjum