Víkin 5 ára deild í Hamarskóla óskar eftir leikskólakennara / leiðbeinanda
Auglýst eru tvö störf leikskólakennara/leiðbeinanda í Víkina 5 ára deild í Hamarskóla.
Um er að ræða annars vegar fullt starf og hins vegar starf í tilfallandi afleysingum.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ/Drífanda eða Stavey.
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Leikskólakennaramenntun æskileg.
- Reynsla af vinnu með börnum æskileg.
- Áhugi á vinnu með börnum nauðsynleg.
- Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur og áhugasamur, vera jákvæður og lipur í samskiptum og hafa sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
- Hafa velferð og þroska barna að leiðarljósi.
- Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð.
- Viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu.
Meginverkefni:
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna.
- Fylgist vel með velferð þeirra og hlúir að þeim andlega og líkamlega í samræmi við eðli og þarfir hvers og eins svo að þau fái notið sín sem einstaklingar.
- Situr starfsmannafundi og aðra fundi er yfirmaður segir til um og varðar starfsemi leikskólans.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna sem yfirmaður felur honum.
____________________________________________________________________________
Umsóknarfrestur er til og með 19. júlí 2024 og er æskilegt viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2024
Þeir sem ráðnir eru á leikskólann þurfa að veita heimild til að leitað sé upplýsinga úr sakaskrá hjá ríkissaksóknara.
Umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og leyfisbréf/prófskírteini auk kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni í starfið.
Umsóknir berist með tölvupósti til Guðrúnar S. Þorsteinsdóttur aðstoðarleikskólastjóra í Víkinni-5 ára deild á netfangið gudrun@grv.is
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningu.