Víkingahátíð í samvinnu við Sagnheima
Verður haldin 17. maí á túninu við Safnahús í tengslum við Safnadaga frá 11:00-17:00
Víkingafélagið Rimmugýgur úr Hafnarfirði ásamt nýstofnuðu Víkingarfélagi Vilborgu hér í Vestmannaeyjum ætla að reisa lítið víkingarþorp við Sagnheima.
Verða víkingar gráir fyrir járnum á vappinu, sýningarbardagar og víkingamarkaður. Ásamt því verða víkingar að stunda handverk og aðrir sem eru spennt að miðla fróðleik til gesta og gangandi.
Engin aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir!