29. september 2022

Vígsla á rampi og opnun minningarsjóðs Gunnars Karls síðastliðnna helgi

Daginn fyrir 28 ára afmæli Gunnars Karls var Minningarsjóður Gunnars Karls formlega opnaður og fyrsta úthlutun fór fram.

Ásamt því var vígsla á rampi nr. 160 sem þeir hjá Römpum upp Íslands settu upp. Saman kom fjöldi fólks á brugghúsinu The Brothers Brewery til þess að fagna. Til gamans má geta að níu rampar hafa verið settir upp í Vestmannaeyjum í þessari lotu.

Fyrsti styrkurinn var veittur úr sjóðnum og hlaut Arna Sigríður Albertsdóttir hann. Hún er afrekskona með mænuskaða sem stundar og keppir í handahjólreiðum.

Hægt er að kynna sér sjóðinn nánar hér https://www.gunnarkarl.is/


Jafnlaunavottun Learncove