16. september 2022

Vestmannaeyjabær fékk góða gesti frá Eysturkommuna í Færeyjum

Fyrr í vikuni fékk Vestmannaeyjabær góða gesti frá Eysturkommuna.

Í hópnum voru bæjarstjórn, bæjarstjóri og starfsfólk Eysturkommuna. Gestirnir fengu góða kynningu á starfsemi Vestmannaeyjabæjar. Eins fengu gestirnir kynningu á starfsemi nokkurra fyrirtækjum hér í Eyjum. Bæjarstjórn Vestmannaeyja fundaði svo með hópnum og var meðal annars kynnti Per Martin bæjarstjóri þau fjölmörgu jarðgöng sem Færeyingar hafa verið að gera á síðustu árum.
Vestmannaeyjabær þakkar gestunum kærlega fyrir komuna til Vestmannaeyja með von um að eiga í góðu samstarfi við þá í náinni framtíð.

  • 306374177_613202593579234_6638835587012380434_n
  • 306793680_912703093025126_6167474694032893080_n
  • 305334260_444874864341875_465747560762926785_n