4. nóvember 2021

Vestmannaeyjabær auglýsir lóðir á athafnasvæði við flugvöll (AT-3)

Um er að ræða 11 lóðir fyrir létta athafnastarfsemi í norðurhluta athafnasvæðis við flugvöll (AT-3).

Lóðarstæðir eru á bilinu 435-1014 m2 og byggingamagn á bilinu 240-896 m2. Lóðir og byggingarreitir eru sýndar á deiliskipulagsuppdrætti og greinagerð. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel skilmála í greinagerð deiliskipulagsins. Vakin er athygli á að lóðunum fylgir kvöð um frágang lóðamarka, stærð og afmörkun geymslusvæða og lýsingu.

  • AT-3-athafnasvaedi

 Gögn með umsókn:

Til þess að umsókn teljist gild þarf umsækjandi að vera í skilum við bæjarsjóð.
Um auglýsingu og úthlutun lóða gilda vinnureglur um úthlutun lóða í Vestmannaeyjum nr. 131/2006. Gjaldskrár, skipulags- og byggingaskilmálar og aðrar upplýsingar liggja frammi á skrifstofu umhverfis- og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 og á vef Vestmannaeyjabæjar.
Lóðirnar eru afhentar í núverandi ásigkomulagi. Gatnagerð mun fara fram samhliða uppbyggingu á lóðum. Áætlað er að hægt verði að hefja framkvæmdir í júlí 2022.


Umsóknarfrestur er til og með 1. desember næstkomandi.

 Sækja um lóð


4. nóvember 2021

Umhverfis- og framkvæmdasvið