Óskað er eftir starfsmanni í dagdvölina Bjargið
Auglýst er eftir starfsmanni í dagdvölina Bjargið. Um er að ræða 100% stöðu sem unnin er á dagvinnutíma 08:00-16:00 alla virka daga.
Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem búa í heimahúsum en þurfa að staðaldri eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima. Í dagdvöl er boðið upp á einstaklingsbunda þjónustu út frá mati á þörfum og byggist á hjálp til sjálfshjálpar. Lagt er upp úr mikilvægi þess að virkja einstaklinga í dagdvöl félagslega og í athöfnum daglegs lífs. Markmiðið er að einstaklingum líði vel og fái þá þjónustu sem þeir þurfa.
Helstu verkefni:
-
Aðstoða fólk sem býr í þjónustuíbúðum við athafnir daglegs lífs.
-
Virkja félagaslega þáttinn í lífi þjónustuþega og rjúfa félagslega einangrun.
-
Veita virka hlustun og athygli á andlega líðan þjónustuþega.
-
Sýna gott frumkvæði í starfi og vera opinn, jákvæður einstaklingur.
Hæfniskröfur
- Áhugi á að vinna með öldruðum.
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
- Hreint sakavottorð
- Samviskusemi, frumkvæði og stundvísi
- Góða íslensku kunnáttu
Umsóknarfrestur er til og með 7. ágúst 2024.
Einstaklingur þarf að geta hafið störf 12. ágúst n.k.
Laun og kjör skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og STAVEY/Drífandi.
Umsóknum ásamt ferilskrá skal skilað á netfangið ragnheidurg@vestmannaeyjar.is merkt ,,Starfsmaður í dagdvölina Bjargið“.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður Lind Geirsdóttir, deildarstjóri dagdvalar í síma 488-2610 / 841-8881 eða ragnheidurg@vestmannaeyjar.is
Hvatning er til allra áhugasamra einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 og lögum um kynrænt sjálfræði nr. 80/2019.