6. júní 2020

Vertu með í menningar- og listaverkefni Þúsund andlit Heimaeyjar!

Við tökum vel á móti þér og þínum yfir sjómannadagshelgina á Leturstofunni, Strandvegi 47

Format myndarinnar er einstakslings portrait eingöngu einstaklings myndir sem er tilvalin fyrir instagram og eða facebook).

Opið er:

Sunnudaginn 7. Júní frá 12 – 17

Fimmtudaginn 11. Júní frá 16-20

Föstudaginn 12. Júní frá 12-17

Laugardaginn 13. Júní frá 12-17

Sunnudaginn 14. Júní frá 12-17

Goslokavikan öll ( nánar auglýstur tími síðar )

Einnig er hægt að panta tíma fyrir hópa, fjölskyldur, vinnuhópa og fleira.

Bjarni Sigurðsson og Leturstofan eru farin af stað með menningar- og listaverkefni sem heitir Þúsund andlit Heimaeyjar.
Hugsunin á bakvið verkefnið er þannig að íbúum Vestmannaeyja ásamt þeim sem hafa tengingu þangað gefst kostur á að koma í myndatöku og fá mynd af sér.

Myndatakan verður að kostnaðarlausu fyrir þátttakendur og fá allir rétt til að birta sýna mynd á samfélagsmiðlum. Einnig verður boðið upp á mynd í fullri stafrænni upplausn eða prentaðri útgáfu, þá gegn vægu gjaldi.


Þegar safnast hafa saman myndir af yfir 1000 ólíkum andlitum Heimaeyjar verður haldin sýning þar sem samansafn af öllum þessum myndum verður til sýnis.

Gagnagrunnur verkefnisins verður að lokum gefinn á safn bæjarins.
Verkefnið er unnið af Bjarna Sigurðssyni ljósmyndara og verður hann í samstarfi við
Leturstofuna.

Bjarni lærði ljósmyndun á Upplýsinga- og margmiðlunarbraut Iðnskólans
í Reykjavík árið 2005. Bjarni starfar sem yfirmatreiðslumeistari á HSU Vestmannaeyjum

  • Romeo-og-Thor
  • Angantyr-210170
  • Pall-Magnusson-120654-1
  • Thorunn-Ragnarsdottir-111276