Vel heppnuð starfakynning í gær
Þekkingarsetur Vestmannaeyja og Viska stóðu fyrir starfakynningu í gær þar sem fjöldi fyrirtækja og stofnanna kynntu starfsemi sína.
Megin markmið þessara kynningar er að efla sambandið milli atvinnulífsins og skóla kynna sem fjölbreyttustu störf fyrir ungmennum í heimabyggð. Margar stofnanir Vestmannaeyjabæjar tóku þátt og kynntu sína starfsemi.
Þetta var í þriðja sinn sem slík starfakynning er haldinn og heppnaðist hún vel og mætti fjöldi nemenda í GRV, FÍV auk annarra íbúa til þess að kynna sér hin ýmsu störf.
Kynning er frábæst framtak og mikilvægt að hafa kynningu sem þessa í heimabyggð.