21. september 2022

Út í sumarið 20. september 2022

Þriðjudaginn 20. september var eldri borgurum boðið að skoða Herjólfsbæ í Herjólfsdal.

Herjólfsbær er í nýju hlutverki með leiðsögn og fróðleik Írisar Sifjar og Einars Birgis, sem tekið hafa Herjólfsbæ á leigu af Vestmannaeyjabæ. Þau eru að setja þar upp sýningu um fyrsta landsnámsmanninn og fjölskyldu hans. Þau segja í kynningarbæklingi að sýningin sé byggð á þeim heimildum, sögum og tilgátum sem til eru. Sumt uppspuni en samt mögulegar út frá þeim gögnum sem til eru. Góð þátttaka var en um 35 manns mættu og þökkum við sem stöndum að út í sumarið innilega fyrir að taka svo vel á móti okkur. Það verður gaman að fylgjast áfram með þessu flotta verkefni hjá þeim írisi og Einari.

Thelma og Kolla 

Herjolfsbaer_1663771126676