26. júní 2020

Umsjónarþroskaþjálfi óskast til starfa

Vestmannaeyjabær óskar eftir að ráða umsjónarþroskaþjálfa í 80% starf. Umsjónarþroskaþjálfi starfar á fjölskyldu- og fræðslusviði og hefur umsjón og ábyrgð með verkefnum sem yfirmaður felur honum og eru meðal annars tengd þjónustu við fólk með fötlun. 

Starfið felur í sér bein áhrif á vellíðan og velferð fólks með fötlun og aðstandenda þeirra. Umsjónarþroskaþjálfi hefur umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagsins og stofnana þess á þjónustu við fatlað fólk í samstarfi og samráði við sinn yfirmann. 

Helstu verkefni: 

  • umsjón og eftirlit með þjónustu sveitarfélagsins við fatlað fólk í samstarfi við framkvæmdastjóra sviðs og forstöðumenn stofnana. 
  • sinnir greiningu og ráðgjöf ásamt fræðslu, leiðsögn og stuðningi við þjónustunotendur og starfsmenn.
  •  hefur yfirlit yfir þjónustuþega og þá þjónustu sem veitt er og vinnur þjónustumat í samstarfi við aðra sérfræðinga. • umsjón m.a. með SIS mati, notendasamningum, umönnunargreiðslum og þjónustu stuðningsfjölskyldna. 
  • tengiliður við greiningarstofnanir og aðra þjónustuaðila fatlaðs fólks. 
  • vinna með reglur, gæðamarkmið og nýsköpun innan málaflokks fatlaðs fólks í samvinnu við framkvæmdastjóra sviðs. 

Menntunar- og hæfniskröfur: 

  • Starfsréttindi sem þroskaþjálfi. 
  • Framhaldsnám á háskólastigi sem nýtist í starfi. • Víðtæk stjórnunarreynsla sem nýtist í starfi. 
  • Góð samskipta- og samstarfshæfni. 
  • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi. 
  • Skipulögð vinnubrögð og faglegur metnaður. 
  • Góð tölvukunnátta. 
  • Góð íslenskukunnátta og færni til að tjá sig í ræðu og riti. 


Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn sendist á jonp@vestmannaeyjar.is merkt „Umsjónarþroskaþjálfi“. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá, rökstuðningi fyrir ráðningu auk annarra gagna er málið varðar. 

 Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga og Þroskaþjálfafélags Íslands. Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2020. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488-2000 eða í gegnum netfangið jonp@vestmannaeyjar.is.