16. september 2023

Umhverfisviðurkenningar 2023

Umhverfisverðlaun Vestmannaeyja 2023 voru afhent 15. september s.l. Óskað var eftir tilnefningum frá bæjarbúum en einnig komu tilnefningar frá Rótarýklúbb Vestmannaeyja. Dómnefnd frá Vestmannaeyjabæ yfirfór þær tilnefningar sem bárust sveitafélaginu.

Umhverfisviðurkenningar árið 2023 eru:

 • Fegursti garðurinn: Vestmannabraut 12-20
 • Snyrtilegasta eignin: Heiðarvegur 49
 • Endurbætur til fyrirmyndar: Póley
 • Snyrtilegasta fyrirtækið: Brothers Brewery
 • Framtak á sviði umhverfismála: Marinó Sigursteinsson

Vestmannaeyjabær óskar þeim sem viðurkenningu hlutu til hamingju og vill einnig þakka starfsmönnum þjónustumiðstöðvar, íbúum og fyrirtækjum í bænum fyrir góða umhirðu í bænum.

 • 377334176_1248741112509456_8799238477166209789_n
 • 377322833_652317926969510_5237869164957457758_n
 • 377342365_296450499685967_688040728539000671_n
 • 377387763_295358313195964_914610386554803740_n
 • 377369121_698056379025121_3608622678194636595_n
 • 377332682_1367924440491733_6897895481758003021_n

Jafnlaunavottun Learncove