28. september 2022

Umhverfismat framkvæmda vegna fiskeldis í Viðlagafjöru

Umsagnafrestur 4. Október 2022.

Vestmannaeyjabær vekur athygli á að frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum við Umhverfismatskýrslu fyrirhugaðra framkvæmda vegna fiskeldis í Viðlagafjöru er til og með 4. október 2022.

Gögnin eru aðgengileg á vefsíðu Skipulagsstofnunar: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/mal-i-kynningu/safn/eldisstod-laxfiska-a-landi-i-vestmannaeyjum-1

 

Frestur til að skila inn athugasemdum við skipulagsbreytingar sem tengjast fiskeldi í Viðlagafjöru er til 1. nóvember 2022.

 

Eru íbúar og aðrir hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér gögnin.