8. apríl 2025

Tunnur: Ábendingar um viðhald, mögulegar skemmdir og næstu skref

Tilkynning frá Terra og tvískiptar tunnur

Tilkynning - Frágangur á tunnu ábótavant

Í kjölfar tilkynninga frá Terra um ónýtar tunnur hjá íbúum, sem oftast á við um skemmdan eða bilaðan hjólabúnað, er mikilvægt að huga að reglulegu viðhaldi. Til þess að lengja líftíma tunnunar er mælt með að smyrja hjólabúnað tvisvar á ári, helst fyrir og eftir vetur. Unnið er að því að skoða hvort hægt sé að kaupa nýjan hjólabúnað í stað þess að endurnýja alla tunnuna, sem gæti verið bæði hagkvæmara og umhverfisvænna. Nánari upplýsingar um framgang málsins verða veittar síðar.

Hér má sjá myndir af tunnum hjá íbúum sem fengið hafa tilkynningu frá Terra um ónýtar tunnur

  • Tunna1
  • Tunna-2
  • Tunna3
  • Tunna4
  • Tunna5

Tvískiptar tunnur

Það kom í ljós við fyrstu losanir á tvískiptu tunnunum að festingar á sorphirðubílnum hentuðu illa og þurfti að gera breytingar á þeim. Af þeim sökum er möguleiki á að hjólabúnaður hafi skaddast við sum heimili. Ef þú telur að þín tvískipta tunna hafi orðið fyrir tjóni, vinsamlegast sendu ábendingu á sorp@vestmannaeyjar.is.


Jafnlaunavottun Learncove