7. febrúar 2023

Tilkynning frá sundlauginni

Góðir sundlaugargestir athugið


Tekin hefur verið sú  að opna ekki klukkan 06:30 í fyrramálið eins og venja er, í ljósi appelsínugulrar viðvörunar. Á milli 06:00 og 10:00 í fyrramálið er spáð sunnan 20-28 m/s og vindhviður staðbundið yfir 40 m/s. Mikil úrkoma, slydda eða snjókoma og takmarkað skyggni.

Við munum meta stöðuna á milli 07:00 og 08:00 varðandi hvenær húsið mun koma til með að opna. Gefum frá okkur tilkynningu um leið og sú ákvörðun liggur fyrir.

Ákvörðun sem þessi er tekin með hagsmuni gesta og starfsfólks í huga. Vonum við að gestir okkar sýni því skilning.