19. desember 2024

Þrettán starfsmenn Vestmannaeyjabæjar kvaddir

Fyrr í vikunni bauð Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, starfsfólki sem látið hefur af störfum á árinu vegna aldurs til samverustundar í Ráðhúsinu. 

Þar færði Íris þeim lítinn þakklætisvott fyrir framlag þeirra til Vestmannaeyjabæjar á starfsævinni og minntist hvers og eins með nokkrum orðum.

Margir þessa starfsmanna höfðu starfað hjá Vestmannaeyjabæ í mörg ár og allir sinnt starfi sínu af alúð.  Þeir eru Friðgeir Þór Þorgeirsson, Guðrún Snæbjörnsdóttir, Hólmfríður Á. Sigurpálsdóttir, Kristbjörg U. Grettisdóttir, Guðný Jensdóttir, Sigurrós Sigurhansdóttir, Hjördís Steina Traustadóttir, Sigurður Vignir Vignisson, Þuríður Bernódusdóttir, Magnús Þorsteinsson, Sigurður Georgsdóttir, Gunnar Grétarsson og Guðmundur Jóhann Gíslason. 

Vestmannaeyjabær þakkar samstarfið á síðastliðnum árum og áratugum og óskar þeim gæfuríkrar framtíðar.


Jafnlaunavottun Learncove