Þjónustufulltrúi á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs
Vestmannaeyjabær auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu fjölskyldu- og fræðslusviðs. Um er að ræða 100% starf.
Skrifstofa fjölskyldu- og fræðslusviðs sinnir þjónustu, eftirliti og umsjón með verkefnum félagsþjónustu, uppeldis- og fræðslumála og æskulýðs- og íþróttamála.
Starf þjónustufulltrúa er afar fjölþætt og felst í almennum ritara- og skrifstofustörfum s.s. símvarsla, móttaka, vinnsla og afgreiðsla erinda og umsókna, leiðsögn til íbúa og starfsmanna sem og upplýsingagjöf, ýmis sérhæfð verkefni, gagnavarsla, ljósritun, skönnun skjala, innkaup, undirbúningur funda o.fl.
Menntun og hæfniskröfur:
Leitað er að jákvæðum einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni.
- Krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun.
- Framúrskarandi samskiptahæfni, jákvæðni og þjónustulund.
- Framtaksemi, sjálfstæði og metnaður í starfi.
- Góð almenn tölvukunnátta.
- Reynsla af veitingu velferðarþjónustu er kostur.
- Íslenskukunnátta á stigi C1.
- Enskukunnátta á stigi B1, önnur tungumálakunnátta kostur.
- Hreint sakavottorð.
____________________________________________________________________________
Umsækjendur eru beðnir um að skila inn umsókn á netfangið jonp@vestmannaeyjar.is. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá með nöfnum tveggja umsagnaraðila. Einnig skal fylgja greinargerð með rökstuðningi fyrir hæfni í starfi og ástæðu umsóknar.
Umsóknarfrestur er til og með 11. nóvember 2024. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veitir Jón Pétursson framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs í síma 488 2000 eða jonp@vestmannaeyjar.is.
Hvatning er til allra áhugasama einstaklinga, óháð kyni, til að sækja um starfið skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr 150/2020.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðingu liggur fyrir. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og BSRB/Drífanda.