20. september 2021

Vestmannaeyingar móta framtíð sveitarfélagsins

Dagana 9. til 23. september nk. ætlar Vestmannaeyjabær að framkvæma skoðanakönnun meðal allra íbúa sveitarfélagsins sem eru fæddir árið 2007 eða fyrr. 

Upplýsingar sem safnast í þessari könnun verða notaðar við mótun atvinnustefnu sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn og aðrir aðstandendur könnunarinnar hvetja alla til að taka þátt og deila skoðunum sínum og hugmyndum um þróun atvinnulífsins í Vestmannaeyjum. Mikilvægt er að sem flestir bæjarbúar taki þátt í að móta þróun atvinnulífs í Eyjum, sem er meginforsenda hagsældar og atvinnuþátttöku. Þátttakendur geta svarað könnuninni á íslensku, pólsku eða ensku.

Hér getur þú nálgast könnunina sem tekur um 15-25 mín. að ljúka

Verkefni þetta er einstakt á landsvísu en Vestmannaeyjar eru fyrsta sveitarfélag landsins þar sem öllum íbúum, sem í ár eru 14 ára eða eldri, gefst tækifæri til að koma að mótun framtíðar í efnahagsmálum sveitarfélagsins.

Taktu þátt! Þitt álit skiptir máli.