23. maí 2024

Sumarstörfin hafin hjá Vestmannaeyjabæ

Nú er unnið hörðum höndum að því að fegra bæinn okkar og halda honum snyrtilegum.

Alls eru yfir 40 krakkar í vinnu við umhverfisstörf hjá Vestmannaeyjabæ sem sjá um að slá grasflatir, planta blómum og mála sem og sinna öðrum verkefnum til þess að gera bæinn okkar snyrtilegan. 

Vinnuskólinn hefst svo 10. júní og bætist þá heldur betur við starfskraftinn en um 90 börn á aldrinum 13 til 16 ára koma til með að vera í Vinnuskólanum. 

Markmið vinnuskólans er að undirbúa unglinga í vinnu áður en haldið er út á hinn almenna vinnumarkað. Vinnuskólinn er þó ekki einungis vinna heldur er einhver tilbreyting innifalin í skólanum, eins og í öðrum skólum.

Þar sem Vinnuskólinn hefur ekki neina sérstaka aðstöðu til umráða er ekki óeðlilegt að þau sjáist sitja og hvíla sig öðru hvoru.

Eiríkur Ómar Sæland stýrir allri sumarvinnu á vegum Vestmannaeyjabæjar í sumar en hann hefur mikla og góða reynslu af garðyrkjustörfum. 

Ef þið viljið koma einhverjum ábendingum áleiðis er hægt að senda á sumarstorf@vestmannaeyjar.is

 

  • 442473649_849320567031303_6909323995906660304_n
  • Abda6903-a3ee-4a5d-b61a-5fa0683849e6
  • 7ec7aba9-688d-48d8-8cd3-65eec3f62902
  • 7923e6e0-f010-4986-a999-fd65d894a7df
  • B249c45f-45c3-40fe-8f2f-de0616f344ba
  • F0d136e1-d319-48b9-b168-135d93a0944a
  • D44e13b2-f7ab-4042-8223-81e080d16b03
  • 5eb15bea-49c5-4d41-83f1-3a5db3c3b649

 


Jafnlaunavottun Learncove