17. júlí 2020

Sumarstörf Vestmannaeyjabæjar hafa gengið vel í sumar

Sumarstörf Vestmannaeyjabæjar hafa gengið vel í sumar og krakkarnir til mikillar fyrirmyndar. 

Sökum aðstæðna hafa útihátíðir og stórhátíðardagar ekki farið fram með sama sniði og venjulega og því undirbúningur frábrugðinn þetta sumarið. Sumarstarfsfólk hefur unnið að því að slá tún bæjarins auk þess að planta blómum, mála og gera bæinn snyrtilegan. Vestmannaeyjabær tók þá ákvörðun að allir sem sóktu um hjá bænum var boðið starf. Þá eru yfir 120 krakkar sem starfa hjá okkur yfir sumarið og því nóg af verkefnum. Tekin var ákvörðun um að bjóða eldri borgurum upp á hreinsun beða og hefur það tekist vel. Unnið er að því að gera bæinn snyrtilegan fyrir verslunarmannahelgina þrátt fyrir breyttar aðstæður.

  • 109222370_853050325218807_7074377315869656226_n
  • 109227909_680796495982850_3470997640589407252_n
  • 109718962_325094838529084_3873058896654809215_n
  • 109113790_295134141845089_1942605454213075227_n
  • 109289881_315889046248461_1057224893356895823_n