21. apríl 2021

Sumarstarf við dagvist aldraðra

Vestmannabær auglýsir eftir sumarstarfsfólki í dagvist aldraðra

Starfsmaður við dagvist aldraðra á Hraunbúðum

Á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum er rekin dagdvöl fyrir einstaklinga. Dagdvöl er stuðningsúrræði við þá sem að staðaldri þurfa eftirlit og umsjá til að geta búið áfram heima.

Starfshlutfall: 20-40 %

Vinnufyrirkomulag: Unnið á dagvinnutíma virka daga

Ráðningartímabil: Frá 01.05.20-31.08.20 (með möguleika á áframhaldandi starfi, 20%-40 %)

Helstu verkefni: Starfar við aðhlynningu á dagdvöl þar sem aldraðir einstaklingar koma inn yfir daginn og fá aðstoð við böðun og aðra persónulega þjónustu. Í starfinu getur einnig falist aðstoð við félagsstarf og tómstundaiðju.

Hæfniskröfur:

  • Kostur er að hafa reynslu og áhuga á að vinna með öldruðu fólki.
  • Góð samskiptafærni og þjónustulund.
  • Frumkvæði, samviskusemi og hugmyndaauðgi.
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri og hafa hreint sakavottorð

Laun skv. kjarasamningi: Stavey/Drífandi

Upplýsingar um starfið veitir Andrea Guðjóns Jónasdóttir s. 841-8881 eða andreagj@vestmannaeyjar.is

Leitað er að jákvæðum, duglegum og samviskusömum einstaklingum. Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni til að sækja um laus störf.

Umsóknir skulu berast rafrænt í gegnum íbúagátt Vestmannaeyjabæjar. Einstaklingar sem ekki hafa rafræn skilríki geta fengið leiðbeiningar í þjónustuveri í síma 488 2000.

 

Umsóknarfrestur er til og með 3. maí. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningar hefur verið tekin.