2. júlí 2020

Sumarfjör 2020

Sumarfjörið er leikjanámskeið fyrir börn í 1-4. bekk. Í ár hófst sumarfjörið 15. Júní og stendur til 24.júlí. Þá er fjörinu skipt upp í þrjú tveggja vikna tímabil og hægt var að skrá sig heilan dag eða hálfan.

Þetta er í þriðja skiptið sem sumarfjörið er haldið með þessu sniði og er dagskráin skipulögð þannig að allir geti tekið þátt og fengið að njóta sín.

Nú þegar sumarfjörs tímabilið er hálfnað þá langar mig að segja ykkur aðeins frá því hvað við höfum verið að gera. Á hverju tímabili förum við og hittum íþrótta- og tómstundafélög. Í ár eru það körfuboltafélagið, golfklúbburinn og fimleikafélagið Rán sem taka á móti okkur og kynna fyrir börnunum starfsemi sína einu sinni á hverju tímabili.

Ásamt því að fara í kynningar hjá félögunum þá höfum við farið í heimsókn á bókasafnið, í sagnheima, í læknasetið og á slökkvuliðstöðina. Þegar við förum ekki í skipulagðar heimsóknir þá höfum við nýtt nærumhverfið og leiksvæði vel með því að fara í ferðir niður í dal, stakkó og í klaufinna svo eitthvað sé nefnt. Einnig höfuð við nýtt barnaskólalóðina og hamarsskólalóðina vel í allskonar leiki og fjör.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af því sem við höfum verið að bralla nú í sumar.

Anton Örn Björnsson forstöðumaður Sumarfjörsins 2020

  • 4
  • 1_1593692133045
  • 2_1593692133087
  • 3