7. apríl 2021

Stuðningsfjölskylda

Vilt þú taka að þér að vera stuðningsfjölskylda fyrir barn með fötlun?

Óskað er eftir stuðningsfjölskyldu til að vera með barn á leikskólaaldri tvo sólarhringa á mánuði.

Hlutverk stuðningsfjölskyldu er að taka barn eða börn tímabundið í umsjá sína í þeim tilgangi að létta álagi af fjölskyldum þeirra. Við það gerast stuðningsfjölskylda léttir það ekki aðeins álagi á fjölskyldum barnanna heldur veitir það börnunum tækifæri til aukins þroska. Dvöl hjá stuðningsfjölskyldu er samningsbundin til ákveðins tíma.

Áhugasamir hafi samband við Björgu Ó. Bragadóttur, umsjónarþroskaþjálfa s: 4882000 eða á netfangið bjorg@vestmannaeyjar.is