8. júlí 2020

Stuð á Strönd

Gæsluvöllurinn Strönd var opnaður 6. júlí sl.

Það er óhætt að segja að veðrið hafi leikið við krakkana á gæsluvellinum frá því hann opnaði mánudaginn 6. júlí sl. Mæting hefur verið góð og krakkarnir leika sér glaðir í góða veðrinu. Minnum á að börnin borða nesti sem þau koma með sjálf og svo er mikilvægt að muna eftir sólarvörninni þegar sólin skín.

Gæsluvöllurinn er fyrir börn á aldrinum 20 mánaða til 6 ára og er opinn alla virka daga til 24. júlí nk. frá kl. 13:00-16:00. 

Komugjald er kr. 700 og er greiðsluseðill sendur eftir tímabilið. Einnig er hægt að kaupa kort sem dugar 5 skipti á 3000 kr. og 10 skipti á 6000 kr. gegn staðgreiðslu. Þá þarf að millifæra fyrir kortinu og sýna kvittun. Reikningsnúmer er 582-26-29, kt. 690269-0159, setja Strönd í athugasemdir. Ekki er tekið við peningum á gæsluvellinum