Stóri plokkdagurinn - Hreinsunardagur á Heimaey 2025
Stóri plokkdagurinn verður haldinn með prompi og prakt um allt land sunnudaginn 27. apríl 2025
Í tilefni dagsins verður hreinsunardagur á Heimaey. Sameinumst um að hreinsa náttúruna um leið og við gerum umhverfið okkar fallegt fyrir viðburði, gesti og útiveru komandi sumars.
Dagurinn byrjar kl. 11.00 á Stakkagerðistúni þar sem pokum og plokktöngum (fyrir fyrstu sem koma) verður úthlutað. Klukkan 13.00 verður svo grillveisla í boði Bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar á sama stað.
Dagur þessi er fjölskyldudagur þar sem allir – mamma, pabbi, amma, afi, og krakkarnir – sameinast um að gera Heimaey enn fallegri.
Undanfarin ár hafa hópar og félög tekið að sér ákveðin svæði til að hreinsa, sjá meðfylgjandi mynd.
Helstu PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI
- Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt. Búa jafnvel til viðburð með góðum hópi.
- Gott er að vera með ruslapoka, hanska, plokktöng og bakpoka undir aukapoka.
- Klæða sig eftir aðstæðum.
- Koma afrakstrinum á viðeigandi stofnun.
- Senda tölvupóst á sveitarfélagið sitt og láta sækja ef magnið er mikið.
- Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.
- Vera í góðu skapi og helst með einhverjum skemmtilegum.
Með fyrir fram þökk,
Umhverfis- og framkvæmdasvið Vestmannaeyjabæjar