26. nóvember 2021

Starfsmaður á Kirkjugerði greindist með Covid-smit

Leikskólinn Kirkjugerði var lokaður í dag vegna úrvinnslusóttkvíar þar sem upp kom staðfest Covid-smit hjá starfsmanni í gær. Hluti starfsmanna og barna er í sóttkví fram á sunnudag.

Sýnataka út úr sóttkví verður á sunnudag og stefnt á að niðurstöður berist samdægurs. Vonast er til að hægt verði að opna allar deildir leikskólans á mánudagsmorgun. Tvær deildir leikskólans verða, að öllu óbreyttu, opnar á mánudag óháð niðurstöðum úr sýnatökunni þar sem nemendur og kennarar þeirra lentu ekki í sóttkví.