15. júlí 2020

Starfsfólk óskast í Frístund

Frístundaverið óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinenda, frístundaleiðbeinanda í 1 árs stöðu og starfsmenn í tilfallandi afleysingar. 

Starfsmenn þurfa að geta hafið störf 10. ágúst næstkomandi. Hér að neðan má finna ítarlegar upplýsingar um hvert starf.

Frístund er starfrækt eftir hádegi alla virka skóladaga frá því að skóla lýkur og til 16:30. Einnig er opið á Frístund flesta daga þegar skólinn er lokaður frá 07:45-16:30.

Frístundaleiðbeinandi

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 37,5 – 50% stöðu. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00/16:30.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við tímavinnu og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey

Helstu verkefni

· Vinna með börnum

· Almenn umönnun barna

· Fylgd á íþróttaæfingar

· Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá

· Aðstoð við síðdegishressingu

Frístundaleiðbeinandi (tímabundin 1 árs staða)

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða frístundaleiðbeinanda í 37,5 stöðu til 1 árs. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum. Frá 13:00-16:00

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúin í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við tímavinnu og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey

Helstu verkefni- Vinna með börnum

· Almenn umönnun barna

· Fylgd á íþróttaæfingar

· Hjálpar til að móta og framvæma dagskrá

· Aðstoð við síðdegishressingu

 

 

 

 

 

Starfsmaður í tilfallandi afleysingar

Frístundaverið í Hamarsskóla óskar eftir því að ráða starfsmenn í tilfallandi afleysingar. Vinnutími er að jafnaði eftir hádegi á virkum dögum.

Viðkomandi þarf að vera metnaðarfullur, ábyrgur, áhugasamur, lipur í samskiptum og tilbúinn í samstarf með velferð og þroska nemenda að leiðarljósi. Reynsla af vinnu með börnum er æskileg.

Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð. Laun miðast við tímavinnu og eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Stavey.

Helstu verkefni

· Vinna með börnum

· Almenn umönnun barna

Umsóknarfrestur fyrir öll störfin er til og með 31. júlí næstkomandi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 10. ágúst. Umsækjandi þarf að hafa náð 18. ára aldri.

Umsókn sendist á anton@vestmannaeyjar.is merkt viðkomandi starfi sem sótt er um. Ekki er sótt um á sérstökum eyðublöðum en umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og rökstuðningur af hverju viðkomandi sækist eftir starfinu.

Nánari starfslýsingu og upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni Antoni Erni Björnssyni í síma 481-2964/8688769 eða í tölvupósti anton@vestmannaeyjar.is