Staða deildastjóra laus til umsóknar á Kirkjugerði
Laus er til umsóknar staða deildastjóra í leikskólanum Kirkjugerði í Vestmannaeyjum. Um er að ræða 100% stöðu frá 1. maí 2023.
Hæfniskröfur:
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari.
- Sérhæfing á leikskólastigi eða reynsla af leikskólastarfi.
- Góð skipulagshæfni.
- Hæfni í mannlegum samskiptum.
Helstu verkefni
Uppeldi og menntun:
- Ber ábyrgð á að unnið sé eftir skólanámskrá og ársáætlun leikskólans á deildinni.
- Hefur umsjón með móttöku, þjálfun og leiðsögn nýrra starfsmanna deildarinnar.
- Tekur þátt í gerð skólanámskrár, ársáætlunar, mati á starfsemi leikskólans og þróunarverkefnum undir stjórn leikskólastjóra.
- Vinnur að uppeldi og menntun barnanna og hlúir að andlegri og líkamlegri velferð þeirra.
Stjórnun og skipulagning:
- Ber ábyrgð á stjórnun, skipulagningu, framkvæmd og mati starfsins á deildinni.
- Annast daglega verkstjórn á deildinni og ber ábyrgð á að miðla upplýsingum innan skólans.
- Ber ábyrgð á og stýrir deildarfundum og skipuleggur undirbúningstíma starfsfólks deildarinnar.
- Tryggir að sérhvert barn á deildinni fái kennslu, leiðsögn, umönnun og/eða sérkennslu eftir þörfum.
- Ber ábyrgð á að meðferðaráætlunum sérfræðinga vegna einstakra barna sé framfylgt.
- Sinnir þeim verkefnum er varðar uppeldi og menntun barnanna og stjórnun deildarinnar sem yfirmaður felur honum.
Foreldrasamvinna:
- Ber ábyrgð á að foreldrar/forráðamenn fái upplýsingar um þroska og líðan barnsins og þá starfsemi er fram fer á deildinni.
- Skipuleggur samvinnu við foreldra/forráðamenn barnanna á deildinni s.s. aðlögun, dagleg samskipti og foreldraviðtöl
- Situr foreldrafundi, sem haldnir eru á vegum leikskólans.
- Ber ábyrgð á að leitað sé samþykkis foreldra/forráðamanna barns, áður en leitað er aðstoðar annarra sérfræðinga.
Umsóknarfrestur er til 29.03. 2023.
Umsókn, ásamt afriti af leyfisbréfi og ferilskrá, skal senda til skólastjóra á netfangið: eyja@vestmannaeyjar.is
Laun eru greidd skv.kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ vegna Félags leikskólakennara.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila sakavottorði.
Frekari upplýsingar gefur Eyja Bryngeirsdóttir skólastjóri Kirkjugerðis í síma 488-2280.
Vestmannaeyjabær vill stuðla að jafnrétti kynja og hvetur því alla óháð kyni að sækja um.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.