14. október 2020

Spjaldtölvuinnleiðing GRV

Grunnskóli Vestmannaeyja hefur nýverið skilað skýrslu um spjaldtölvuvæðingu skólans. Innleiðingin er í gildi til ársins 2023.

Framtíðarsýn GRV gerir ráð fyrir því að skólinn verði það vel útbúinn tækjum að við getum boðið uppá tæki fyrir hvern nemanda. Með þessari innleiðingu erum við að setja mikinn metnað í að efla nemendur og ekki síst kennara í námi og starfi með því að bjóða upp á fleiri úrræði t.d. með Mynd1_1602677788740skapandi skilum og fleiri kennsluútfærslum. Innleiðingin leggur áherslu á að kenna kennurum vel á tækin og þá möguleika sem tæknin býður upp á með góðri ráðgjöf og stuðningi. Ég er nú í starfi sem verkefnastjóri og er það einna helst í mínum verkahring að sinna þessari ráðgjöf, utanumhald tækja sem og að koma í nemendahópa með kennslu á ýmsum forritum til að efla tæknifærni.

Það sem af er þessu skólaári höfum við með aðstoð tækninnar og tækjakaupa náð í fyrsta skipti látið heilan árgang taka samræmd próf á sama tíma. Kennarar voru sammála um að það heppnaðist gríðarlega vel. Einnig erum við að halda rafræn foreldraviðtöl í fyrsta skipti þar sem kennarar nota Google lausnir til að hringja í nemendur og forráðamenn í gegnum netfang nemandans. En allir nemendur í skólanum eru með Google netföng og getur verkefnavinna og samvinna nemenda farið fram á netinu óháð tæki og stað.

Við erum í daglegu starfi að takast á við nýjar áskoranir og prufa ný tækifæri í tækninni. Nemendur eru einstaklega duglegir og fagna fleiri tækjum og sést það greinilega að þetta er það sem koma skal. Nemendur sem byrja í forritun í 1. bekk munu líklega líta á það sem hvert annað fag í framtíðinni. Tæknin er verkfæri fyrir nemendur og kennara.   

                                                                                                                                                                                                         Mynd2_1602677788690

Lán í ólani

Sökum Covid-19 ástandsins, sérstaklega sem var í vor, hafa kennarar þurft að takast á við óvenju miklar breytingar á stuttum tíma. Eiga þeir hrós skilið fyrir mikla aðlögunarhæfni á þessum einkennilegu tímum. Skyndilg heimakennsla/skert kennsla á síðasta skólaári kastaði mörgum út i Mynd3_1602677788782djúpu laugina og varð til þess að hinar ýmsu tækniáskoranir voru leystar. Vegna þess að við vorum að byrja taka skrefið í innleiðingu og búið var að auka við tækjakost skólans var það stór þáttur í að skólinn og kennarar gátu sinnt þessum óhefðbundnu aðstæðum jafnvel og þeir gerðu.

Við þökkum fyrir hvern dag sem við getum haldið úti venjulegri kennslu og nýtum það til fullnustu. Við erum í startholunum ef eitthvað myndi breytast aftur, reynslunni ríkari. Við reynum eftir bestu getu að láta Covid ekki trufla innleiðinguna hjá okkur, en það hefur sannarlega haft áhrif en einnig ný tækifæri komi í staðinn.

Guðbjörg Guðmannsdóttir verkefnastjóri í upplýsingatækni í GRV