25. nóvember 2021

Spjaldtölvugjöf frá Kiwanis

Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur.

Tómas Sveinsson og Haraldur Bergvinsson fyrir hönd Kiwanisklúbbsins Helgafells gáfu á dögunum öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar þrjár spjaldtölvur. Spjaldtölvurnar á að nota í verkefni sem felur í sér að kenna eldriborgurum í Vestmannaeyjum á spjaldtölvur. Verkefnið hefur það markmið að nýta tæknina til að efla sjálfstæði eldriborgara. Tekið verður tillit til óska fólks og hvað skiptir það máli. Meðal annars er möguleiki á að kenna fólki að nýta sér heilsuveru.is til að endurnýja lyf, panta sér tíma og vera í samskiptum við heilbrigðisstarfsfólk. Einnig að kenna fólki á samskiptaforrit eins og til dæmis Skype. Það getur verið erfitt að finna tíma í nútímasamfélagi, en myndsamtöl eru hentug til að auka samskipti við ættingja og vini. Samfélagsmiðlar eru einnig góðir til að fylgjast með fjölskyldu og vinum og til að vera í samskiptum við aðra. Auk þess getur fólk lært á heimabanka o.fl. Verkefnið mun hefjast á næstu vikum og er ætlað sem undirbúningur til að fylgja þeirri framþróun sem á sér stað í tæknilausnum í þjónustu við eldriborgara.

Fyrir hönd öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar er félagsmönnum í Kiwanisklúbbnum Helgafell færðar hugheilar þakkir fyrir gjöfina.

Thelma Rós Tómasdóttir verkefnastjóri öldrunarþjónustu og Kolbrún Anna Rúnarsdóttir deildarstjóri stuðningsþjónustu. 

  • Spjaldtolvugjof1
  • Spjaldtolvugjof2