25. nóvember 2021

Skógarhögg í Vestmannaeyjum

Trjálundur í Löngulá grisjaður

Starfsmenn á vegum Vestmanneyjabæjar vinna nú að því að grisja trálund í Löngulág. Grenitréin standa nokkuð þétt við hvort annað sem þrengir að þeim og takmarkar möguleika þeirra til að vaxa. Þegar að trjálundurinn er grisjaður fá tréin því betra vaxtarými til að breiða út arma sína.

Við grisjunina urðu til nokkur tré og töluvert af greinum. Það vill svo heppilega til að verið er að snyrta tréin í vikunni fyrir aðventu og verða tréin og greinarnar nýtt til skrauts hjá stofnunum bæjarins. 

Það má jafnvel segja að nytjaskógur hafi orðið til í Vestmannaeyjum en um leið árétta að skógarhögg er bannað öðrum en starfsmönnum á vegum bæjarins.

Kveðja Umhverfis- og framkvæmdarsvið


  • 257623298_2107785632706296_6732025595929216491_n-Copy
  • 257747447_847719339256515_1393270779551525468_n-Copy