30. september 2022

Skipulags hönnun – Miðlæg íbúabyggð í Vestmannaeyjum

Vestmannaeyjabær auglýsir eftir áhugasömum fagaðilum til að vinna að hugmyndum fyrir heildar skipulag miðlægrar íbúabyggðar, samfélagsþjónustu og græns svæðis í hjarta Heimaeyjar. Svæðið sem um ræðir er kennt við Malarvöll og Löngulág.

Valdir verða umsækjendur til að vinna að hugmynd fyrir heildar nýtingu og skipulag svæðisins. Sú tillaga sem þykir best verður þróuð áfram í samstarfi milli Vestmannaeyjabæjar og viðkomandi fagaðila.

Val á umsækjendum mun taka mið af fyrri verkum umsækjenda, umsögnum vegna fyrri verka og viðtölum við viðkomandi.

Áhugasamir aðilar eru beðnir að hafa samband við skipulagsfulltrúa – dagny@vestmannaeyjar.is. Með umsókn skulu fylgja fyrri verkefni af svipuðum toga og mun valnefndin styðjast við þau gögn við val á umsækjendum.