25. júlí 2025

Samstarfssamningur við Taflfélagið endurnýjaður

Vestmannaeyjabær og Taflfélag Vestmannaeyja hafa undirritað nýjan samstarfssamning.

Þann 25. júlí undirrituðu Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Hallgrímur Steinsson, f.h. TV endurnýjaðan samstarfssamning milli Vestmannaeyjabæjar og Taflfélags Vestmannaeyja.

Samningurinn gildir til næstu fjögurra ára og hefur það að markmiði að efla samstarf aðila með það að leiðarljósi að styrkja stöðu skákíþróttarinnar í samfélaginu. Sérstök áhersla er lögð á að skapa vettvang fyrir kynningu, fræðslu og aukna þátttöku barna og ungmenna í skipulögðu skákstarfi.

Vestmannaeyjabær lýsir yfir ánægju með áframhaldandi samstarf og metur mikils það mikilvæga framlag sem Taflfélagið leggur til skákkennslu og fræðslu fyrir yngri kynslóðina í Vestmannaeyjum.


Jafnlaunavottun Learncove