18. mars 2025

Samstarfssamningur Vestmannaeyjabæjar og Golfklúbbs Vestmannaeyja

Í síðustu viku undirrituðu þau Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri og Sigursveinn Þórðarson, stjórnarformaður Gólfklúbbs Vestmannaeyja undir tveggja ára samstarfssamning.

Megináhersla með samningnum er á skipulagt íþróttastarf fyrir börn og unglinga undir leiðsögn vel menntaðra og hæfra leiðbeinenda, en jafnframt á keppnis- og afreksíþróttafólk. Vestmannaeyjabær mun með samningi þessum styðja við fjárhagslegan rekstrar- og starfsgrundvöll félagsins með beinum fjárframlögum, sem og fjárfestingu í uppbyggingu golfskálans. Með því verður öll aðstaða golfklúbbsins bætt til muna.

  • IMG_1936
  • IMG_1930
  • IMG_1943

Jafnlaunavottun Learncove