Uppbygging og rekstur heilsuræktar
Vestmannaeyjabær leitar að öflugum og traustum aðila til að byggja nútímalega heilsurækt við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja og reka hana í tengslum við sundlaugina.
Fyrirhuguð bygging heilsuræktar er hluti af endurbótum Íþróttamiðstöðvarinnar og er markmiðið að skapa aðlaðandi og vel búna aðstöðu fyrir hreyfingu og heilsueflingu sem þjónar þörfum íbúa og gesta Eyjanna.
Verkefnið felur í sér:
-
Hönnun og byggingu heilsuræktarstöðvar sem uppfyllir nútímakröfur um aðstöðu og öryggi
-
Rekstur og viðhald stöðvarinnar til lengri tíma
-
Útbúnað fyrir fjölbreytta heilsurækt
-
Rekstur og uppbyggingu núverandi aðstöðu þar til ný heilsuræktarstöð er tilbúin
Mat á umsóknum mun byggjast á eftirfarandi þáttum:
-
Reynsla og þekking – Fyrri reynsla af rekstri sambærilegra mannvirkja og þjónustu
-
Fjárhagsleg staða og sjálfbærni – Staða og geta aðila til að fjármagna uppbyggingu og tryggja rekstrargrundvöll
-
Framsetning og útfærsla á verkefni – Gæði og hagnýti húsnæðis. Hugmyndir hönnunar og framkvæmdaráætlunar
-
Þjónustustig og aðgengi – Aðstaða og þjónusta fyrir fjölbreytta hópa og aðgengi fyrir öll
-
Tækjakostur og búnaður - Gæði og fjölbreytni tækja sem uppfylla viðurkennda staðla
Áhugasamir er beðnir að senda tölvupóst á postur@vestmannaeyjar.is og óska eftir gögnum en ítarlegri kröfur um upplýsingar koma fram í þeim.
Frestur til að skila inn tilboðum er til kl. 12:00 þann 7. apríl 2025
Allar fyrirspurnir og umsóknir ásamt fylgigögnum skulu berast á netfangið postur@vestmannaeyjar.is
Við hlökkum til að heyra frá áhugasömum aðilum og sjá spennandi lausnir á þessu metnaðarfulla verkefni.