21. ágúst 2020

Óskum eftir að ráða starfsmann í stuðningsþjónustu

Stuðningsþjónusta – sveigjanlegur vinnutími

Starfið felur í sér aðstoð við einstaklinga inni á heimili þeirrra við athafnir daglegs lífs, þrif, matarinnkaup, frekari liðveisla ofl. Starfið krefst sjálfstæðra vinnubragða og góðrar hæfni í mannlegum samskiptum.

Um er að ræða dagvinnustarf og er vinnutími samkomulag. Viðkomandi þarf að geta hafið störf 11. September.

Sótt er um atvinnuumsókn í íbúagátt - Mínar síður á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar (STAVEY) og og Sambandi íslenskra sveitafélaga.

Nánari upplýsingar veitir Kolbrún Anna Rúnarsdóttir í síma 488-2607 eða kolla@vestmannaeyjar.is.

Eða Sólrún Erla Gunnarsdóttir deildarstjóri í málefnum aldraðra á solrun@vestmannaeyjar.is